Hjúkrunarheimilið Fellaskjól

Við í ferðanefndinni á hjúkrunarheimilinu Fellaskjól í Grundarfirði, leituðum til Ireland Iceland Travel þegar við vorum að skipuleggja námsferð til Dublin til að skoða og fræðast um hjúkrunarheimili þar í borg. Við fengum strax svör og góð viðbrögð hjá ykkur og sáuð þið alfarið um allt sem tengdist þessu fyrir okkur. Þar á meðal finna hjúkrunarheimili til að heimsækja, bóka fyrir okkur frábært hótel á besta stað í Dublin, rútu til og frá flugvelli og á hjúkrunarheimilin þar sem tekið var virkilega vel á móti okkur. Einnig að sjá um að skrifa skýrslu og staðfestingu til stéttarfélaga vegna styrkja. Allt stóðst þetta fullkomlega og mælum við 100% með þessari þjónustu. Öllum spurningum var svarað fljótt og vel og eigum við pottþétt eftir að leita til ykkar aftur í næstu námsferð.

Takk fyrir!

Hugrún Guðmundsdóttir