Kórar

Við höfum skipulagt ferðir erlendis fyrir ótal kóra. Hvort heldur ykkar kór er að huga að því að fara í kórferð, sækja kóramót eða einfaldlega kanna ókunnar slóðir og njóta lífsins saman, þá getum við aðstoðað ykkur við ferðaskipulagið.

Í gegnum árin höfum skipulagt tónleika erlendis, samsöng  með vinakórum í öðru landi,  í bæði styttri og lengri ferðum þar sem blandað er saman menningu, skoðunaferðum og söng í fögrum kirkjum, krám eða tónleikahúsum.

UMSAGNIR

Vox Populi: Rannveig Iðunn

Við fengum Ireland Iceland Travel til að skipuleggja ferð okkar til Írlands. Markmið ferðarinnar var bæði að hafa gaman en einnig syngja á tónleikum. Ireland Iceland Travel sá til þess að allt gekk snuðrulaust fyrir sig hvað tónleika og skipulag varðaði og skipulagði þar að auki skemmtilegar dagsferðir fyrir okkur. Við fengum frábæran leiðsögumann sem kynnti okkur fyrir menningu og sögu landsins, en til að létta stemmninguna var tvinnaði hún inn í leiðsögnina allskonar öðrum skemmtilegum sögum, eins og t.d. sögum af Bono og U2. Oftar en ekki þá sprakk hópurinn úr hlátri, því leiðsögumaður okkar ásamt rútubílstjóranum fóru á kostum. Við mælum sannarlega með því að fá Ireland Iceland Travel til að bóka kórferðalagið, það marg borgar sig á allan hátt

Ferðanefnd Freyjukórsins 2015-2016

Í júní 2016 fór Freyjukórinn, kvennakór úr Borgarfirði, í kórferðalag til Írlands sem Iceland-Ireland skipulagði. Undirbúningur ferðarinnar hófst snemma eða í október 2015 og þó ferðalangar og skipuleggjendur (-andi) hafi verið í sitt hvoru landinu þá gengu samskiptin mjög vel, Kristín svarað öllum okkar fyrirspurnum um hæl og fundaði með okkur á Skype eftir þörfum.  Þetta var 10 daga ferð sem hófst í Wiklow, þaðan var farið til Norður Írlands, og endað í Dún Laoghaire, yndislegum bæ við  Dublin. Það var einsktaklega gaman að keyra um fallega Írland og má nefna  ferðalagið eftir ströndinni norðureftir sem var stórkostlegt. Kórinn hélt tvenna tónleika, þá fyrri í borginni Derry í St Columb´s dómkirkjunni og var það samdóma álit hópsins að borgin Derry væri stórkostleg og einstaklega áhrifamikið að kynna sér sögu hennar. Seinni tónleikarnir voru síðan í  The Studio of the Lexicon í Dún Laoghaire. Kristín sá um skipulag tónleikanna og var meira að segja svo elskuleg að hún sá einnig um að kynna lögin, sem voru að stórum hluta íslensk, og sagði  söguna á bak við þau. Ferðin tókst vel í alla staði  og voru allir himinlifandi með hana. Kristín Einarsdóttir er frábær skipuleggjandi og fararstjóri og kom hún til móts við allar þær óskir og  sérþarfir, sem eru nú ekki fáar hjá heilum kvennakór! Einstaklega eftirminnileg ferð og ættu allir í stórum hópi að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.