Fyrirtækjaferðir

Við hjá Ireland Iceland Travel sjáum um skipulag á hvataferðum, vinnufundum í bland við gott hópefli. Að sama skapi skipuleggjum við uppskeruhátíð fyrirtækisins – Árshátíðina sem er einn af mikilvægari viðburðum ársins í hverju fyrirtæki. Með því að hafa samband í góðan tíma, tryggir þú betri valmöguleika og þjónustu er kemur að því að velja skemmtikrafta, tónlistarfólk, veislustjóra eða aðra þætti er tengjast þínum viðburði. Ireland Iceland Travel eru í samstarfi við fjölmarga virta aðila sem sérhæfa sig í veisluhaldi og getum við því skipulagt alla liði hátíðarinnar. Ireland Iceland Travel skipuleggur einnig starfsdaga fyrir fyrirtæki. Öll fyrirtæki þekkja hversu mikilvægir vel skipulagðir starfsmannafundir geta verið til að efla starfsandann og árangur innan fyrirtækisins. Ireland Iceland Travel hefur góða reynslu í skipulagningu slíkra starfsdaga. Við komum með tillögur að heildarskipulagi, staðsetningu, veitingum, hugmyndum af skemmtun í bland við gott lokapartý um kvöldið. Sé þess óskað getum við fengið fyrirlesara.

NÁMS OG FRÆÐSLUFERÐIR

Ireland Iceland Travel hefur frá upphafi einnig skipulagt fræðslu og námsferðir erlendis fyrir stofnanir og fyrirtæki. Viðskiptavinir okkar hafa verið hjúkrunarheimili, félagsþjónusta, skólar, bæjarfélög og fjöldi annara fyrirtækja.