Fræðsluferðir

VINNUSTAÐAHEIMSÓKNIR

Við höfum aðstoðað fjölmarga skóla, starfsmenn félagsþjónustu, miðstöðva símenntunar og hjúkrunarheimili í að heimsækja samstarfsaðila sína erlendis, fara á námskeið og fræðast um hvernig kennslu er háttað um allan heim. Vinsælir staðir til að sækja heim eru til dæmis Bristol, Helsinki, Osló, London, Dublin, Belfast, Cork, Glasgow, Edinborg, Kaupmannahöfn o.fl.

Við vinnum með hinum ýmsu aðilum og höfum myndað góð tengsl við alla okkar samstarfsaðila erlendis sem eru opnir í að taka á móti íslensku fagfólki og miðla af reynslu sinni í stefnum og starfi. Við sérsníðum ferðina eftir ykkar þörfum og óskum. Viltu kynnast starfsemi með ákveðnum gildum eða fyrirkomulagi? Það er auðsótt – bara nefna það!

RÁÐSTEFNUR, FYRIRLESTRAR OG FUNDIR

Vel heppnuð ráðstefna, fundur, viðburður eða sýning er öflugt markaðstæki. Þátttaka og sýnileiki á slíkum viðburði skapar fyrirtækjum og félagasamtökum færi á margvíslegum skoðanaskiptum. Öll samskipti og miðlun upplýsinga stuðla að aukinni þekkingu og færni og skapa forskot í samkeppni.  Við vinnum af kappsemi sem ein heild með öllu því ólíka fólki sem tekur þátt í hverju verkefni.

SAMSTARFSAÐILAR

Við höfum fagmennsku að leiðarljósi. Allir okkar samstarfsaðilar eru meðal þeirra fremstu á sínu sviði, hvort heldur það eru hugmyndasmiðir, listamenn, veitingaaðilar, ferðaþjónustuaðilar, tæknimenn eða framleiðendur.

Umsagnir

Við í ferðanefndinni á hjúkrunarheimilinu Fellaskjól í Grundarfirði, leituðum til Ireland Iceland Travel þegar við vorum að skipuleggja námsferð til Dublin til að skoða og fræðast um hjúkrunarheimili þar í borg. Við fengum strax svör og góð viðbrögð hjá ykkur og sáuð þið alfarið um allt sem tengdist þessu fyrir okkur. Þar á meðal finna hjúkrunarheimili til að heimsækja, bóka fyrir okkur frábært hótel á besta stað í Dublin, rútu til og frá flugvelli og á hjúkrunarheimilin þar sem tekið var virkilega vel á móti okkur. Einnig að sjá um að skrifa skýrslu og staðfestingu til stéttarfélaga vegna styrkja. Allt stóðst þetta fullkomlega og mælum við 100% með þessari þjónustu. Öllum spurningum var svarað fljótt og vel og eigum við pottþétt eftir að leita til ykkar aftur í næstu námsferð.

Hafrún Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur.