Ferða og viðburðarsmiðja

Ireland Iceland Travel sér um og skipuleggur skemmtiferðir, hvataferðir, árshátíðir, fræðsluferðir, menningaferðir og ýmsar upplifanir fyrir fjöldan allan af fyrirtækjum og öðrum hópum árlega. Við leggjum áherslu á að veita klæðskerasniðnar lausnir og góða þjónustu. Ireland Iceland Travel skipuleggur einnig ráðstefnur, fundi, viðburði eða sýningar. Það er okkar skoðun að vel heppnuð ráðstefna, fundur, viðburður eða sýning er öflugt markaðstæki. Þátttaka og sýnileiki á slíkum viðburði skapar fyrirtækjum og félagasamtökum færi á margvíslegum skoðanaskiptum.

Við leggjum ríka áherslu á að uppfylla kröfur viðskiptavinarins hverju sinni. Við vinnum af kappsemi sem ein heild með öllu því ólíka fólki sem tekur þátt í hverju verkefni.

Það er okkar loforð að við leggjum okkur fram við að vera skapandi og vakandi fyrir nýjungum og vinna af ástríðu að öllum þeim fjölbreyttu verkefnum sem við sjáum um.

Ireland Iceland Travel er ferða og viðburðarþjónustufyrirtæki skrásett á Írlandi, en með íslendinga sem markhóp. Þrátt fyrir nafnið Ireland Iceland Travel, þá bjóðum við upp á viðburði og ferðir í ótal öðrum löndum.

Ertu með/í kór, göngu-hjóla-skemmti-hlaupa eða vinnu hóp sem langar að gera eitthvað öðruvísi og skemmtilegt, hafðu þá samband og við sníðum ferð sem hentar ykkur.

Þar sem fyrirtækið er skrásett á Írlandi lútum við írskum fyrirtækjalögum og því eru öll okkar verð í evrum. Þannig náum við að sama skapi að halda góðu og samkeppnishæfu verðlagi á öllum okkar ferðum og viðburðum.

AFHVERJU AÐ VELJA IRELAND ICELAND TRAVEL?

Vegna þess að þú vilt:

  • nýta tímann vel og lifa þig inn í raunveruleika staðanna sem þú heimsækir.
  • geta valið úr fjölbreyttum, óvenjulegum og spennandi gististöðum.
  • nýja reynslu og ævintýri í mat, drykk, ferðum og upplifun.
  • íslenska leiðsögn byggða á þekkingu og aðgangi að lífi og hefðum heimamanna.
  • sérfræðiþekkingu og reynslu í að þjóna stórum hópum, félagasamtökum og fyrirtækjum.

Vegna þess að þú vilt ekki:

  • vond hótel í vafasömum hverfum.
  • láta blekkjast af ferðamannabókum og ferðamannagildrum.
  • enda á sömu stöðum að upplifa það sama og aðrir.
  • eyða dýrmætum ferðatíma í að átta þig á grundvallaratriðum.
  • eyða tíma í sjálfur að bóka ferð fyrir stóran hóp eða viðburð.