Um okkur

Ireland Iceland Travel var stofnað í Dublin árið 2015 af Kristínu Einarsdóttur, sem búsett var í borginni um árabil og fékk brennandi áhuga á að kynna hið raunverulega Írland fyrir íslendingum. Fljótlega vatt starfsemi fyrirtækisins upp á sig og í dag einskorðast ferðir okkar og viðburðir sannarlega ekki við Írland, heldur erum við með ferðir um heim allan.

Styrkleiki Ireland Iceland Travel liggur í öflugri liðsheild og hæfileikum fagfólks á hverju sviði. Saman vinnum við að því markmiði að vanda til verka og vinna vel, bæði af elju og áhuga og höfum gaman af. Við erum í dag  kröftugur hópur einstaklinga með fagmennskuna að leiðarljósi og við einsetjum okkur að gera sérhvert verkefni eftirminnilegt og hnökralaust frá upphafi til enda.

Ireland Iceland Travel – Leggur ríka áherslu á að fjárfesta í vistvænni ferðaþjónustu (Enska: Ecotourism)

Ireland Iceland Travel er fyrirtæki sem leggur ríka áherslu á að að þróa sjálbæra ferðamennsku, sem virðir vistvæn sjónarmið, hefðir og menningu í hverju landi fyrir sig. Okkar markmið er að halda umhverfisáhrifum ferðamennskunar í lágmarki með öllum tiltækum ráðum og sjá til þess að heimamenn í hverju tilviki fái sem mest út úr ferðaþjónustunni. Allstaðar þar sem því er viðkomið, kaupum við þjónustu og birgðir úr nærumhverfi. Við leggjum einnig sérstaka áherslu á að vera vakandi yfir orkunýtingu þeirra fararskjóta sem við notum í ferðum okkur og endurnýtingu á orkugjöfum.