Ireland Iceland Travel var stofnað í Dublin árið 2015 af Kristínu Einarsdóttur, sem búsett var í borginni um árabil og fékk brennandi áhuga á að kynna hið raunverulega Írland fyrir íslendingum. Fljótlega vatt starfsemi fyrirtækisins upp á sig og í dag einskorðast ferðir okkar og viðburðir sannarlega ekki við Írland, heldur erum við með ferðir um heim allan.
Styrkleiki Ireland Iceland Travel liggur í öflugri liðsheild og hæfileikum fagfólks á hverju sviði. Saman vinnum við að því markmiði að vanda til verka og vinna vel, bæði af elju og áhuga og höfum gaman af. Við erum í dag kröftugur hópur einstaklinga með fagmennskuna að leiðarljósi og við einsetjum okkur að gera sérhvert verkefni eftirminnilegt og hnökralaust frá upphafi til enda.
Kristín stundar doktorsnám í Öldrunarfræðum við Félagsvísindasvið HÍ. Bakgrunnur og reynsla Kristínar er iðjuþjálfun og verkefnastjórnun. Hún er með tvær meistaragráður – aðra í lýðheilsuvísindum og hina í félagsfræði og heimspeki með kynþátta, óeirða og þjóðarbrotarannsóknir sem sérfag. Að auki hefur hún verið verkefnastjóri og sinnt mannúðarstörfum á vegum Humanity For Good í Mongólíu og Lettlandi. Öll þessi reynsla skilar sér inn í þær ferðir og þjónustu sem við getum boðið upp á.
Sólveig Jónsdóttir er fædd árið 1982. Hún er búsett í Reykjavík en kemur frá bænum Galtarholti í Hvalfjarðarsveit. Sólveig lauk BA-námi í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2005 og flutti þá til Dublin á Írlandi þar sem hún bjó um skeið. Hún lauk meistaranámi í þjóðernishyggju og þjóðernisátökum frá Edinborgarháskóla árið 2008 og stofnaði í kjölfarið veisluþjónustu þar í borg sem hún átti og rak í tæp þrjú ár. Á Íslandi hefur hún einna helst starfað við ritstörf, skrifað fyrir blöð og tímarit og á að baki eina skáldsögu og eitt leikrit fyrir skoskan leikhóp sem var frumflutt árið 2013. Eftir að hafa starfað fyrir UNICEF – Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna um þriggja ára skeið hóf Sólveig störf sem texta- og hugmyndasmiður á auglýsingastofunni Jónsson & Lemacks þar sem hún starfar í dag.
Steinunn Fjóla Jónsdóttir er íslenskukennari, rithöfundur, og þýðandi. Steinunn Fjóla hefur verið búsett í Algorfa á Suður Spáni í 13 ár og þekkir svæðið eins og lófa sinn. Steinnunn Fjóla er mikill matgæðingur og leggur sig fram við að kynna mat og menningararfleið Spánar fyrir gestum sínum.

Ireland Iceland Travel – Leggur ríka áherslu á að fjárfesta í vistvænni ferðaþjónustu (Enska: Ecotourism)
Ireland Iceland Travel er fyrirtæki sem leggur ríka áherslu á að að þróa sjálbæra ferðamennsku, sem virðir vistvæn sjónarmið, hefðir og menningu í hverju landi fyrir sig. Okkar markmið er að halda umhverfisáhrifum ferðamennskunar í lágmarki með öllum tiltækum ráðum og sjá til þess að heimamenn í hverju tilviki fái sem mest út úr ferðaþjónustunni. Allstaðar þar sem því er viðkomið, kaupum við þjónustu og birgðir úr nærumhverfi. Við leggjum einnig sérstaka áherslu á að vera vakandi yfir orkunýtingu þeirra fararskjóta sem við notum í ferðum okkur og endurnýtingu á orkugjöfum.